Fara í innihald

Tónik

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þótt kínínið sé í mjög litlu magni í tónik er það nóg til að drykkurinn ljómi í útfjólubláu ljósi

Tónik er kolsýrður gosdrykkur sem inniheldur uppleyst kínín. Drykkurinn var upphaflega drukkinn til að fyrirbyggja malaríu og var framleiddur frá miðri 19. öld til notkunar í hitabeltinu þar sem sjúkdómurinn var algengur. Blandaði drykkurinn gin og tónik er upprunninn í Breska Indlandi. Líklega hefur gini upphaflega verið blandað við tónik til að draga úr beisku bragði kínínsins. Nú til dags inniheldur tónik mun minna af kíníni en áður og er fyrst og fremst drukkið sem beiskur svaladrykkur eitt og sér eða blandað við sítrónusafa eða blandað saman við áfengi eins og gin eða vodka.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.