Terni
Útlit
Terni (latína: Interamna Nahars) er 111.955 manna borg (1. apríl 2015) í suðurhluta Umbríu héraðs í mið Ítalíu.
Borgin er höfuðborg Terni sýslu og stendur á sléttu við ánna Nera. Terni er í 104 kílómetra fjarlægð frá Róm. Borgin er var reist á sjöundu öld f.k. en fornmenjar sýna þó að búið hafi verið á svæðinu allt frá bronsöld.
Dýrlingur borgarinnar er Heilagur Valentínus og dagur hans 14. febrúar, er Valentínusardagurinn kenndur við hann.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Terni.