Skip to main content

Umhverfis- og auðlindafræði

Umhverfis- og auðlindafræði

Þverfræðilegt framhaldsnám

Umhverfis- og auðlindafræði

Meistarapróf – 120 einingar

Meistaranám í umhverfis- og auðlindafræði er sniðið að þeim sem brenna fyrir umhverfismálum og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda á tímum hnattrænna breytinga. Meginmarkmið námsins er að útskrifa nýja kynslóð fagfólks sem hefur haldgóða þekkingu og færni á sviði umhverfis- og auðlindafræða og getur unnið þvert á fræði og faggreinar. Kennt er alfarið á ensku og nemendahópurinn er alþjóðlegur.

Skipulag náms

X

Endurnýjanleg orka: inngangur (UAU111F)

Þróun í átt til sjálfbærari orkukerfa, byggir á aukinni notkun  umhverfisvænni og endurnýanlegri orku.  Í þessu inngangsnámskeiði verður:  i) gefin yfirsýn yfir sögu orkunotkunar í heiminum allt til stöðu orkumála í dag.  Að auki verður gefin innsýn inn í framtíðarspár Alþjóða Orkumálastofnunarinnar (IEA) með áherslu á sýn þeirra á endurnýjanlega orku og sjálfbærni ii) gefin yfirsýn yfir hefðbundnda og óhefðbundna orkugjafa svo sem vatnsorku, jarðvarma, sjávarföll, sólarorku og vindorku auk lífmassa með áherslu á verkfræðilegar nálganir og eðli þessarra orkugjafa iii) gefin innsýn í rafmagnsframleiðslu iv) gefið yfirlit yfiir umhverfisáhrif orkuvinnslu og orkunotkunar v) gefin yfirsýn yfir stefnumótun í orkumálum með sjálfbærni að leiðarljósi, auk annarrar stefnumótunar svo sem í loftslagsmálum.

Námskeiðið er samsett af vettvangsferðum og fyrirlestrum. 

Námskeiðið er eingöngu fyrir nemendur í kjörsviðinu: Endurnýjanleg orka.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Sjálfbær þróun, stefnumótun umhverfismála og stjórnun náttúruauðlinda (UAU101F)

Ýmsum aðferðum má beita til að hafa áhrif á lífsstíl fólks og hegðun til að draga úr óæskilegum áhrifum á umhverfið og stuðla að sjálfbærri þróun. Þetta námskeið fjallar um umhverfis og auðlindastjórnun sem hefur að markmiði sjálfbæra þróun. Námskeiðinu er skipt í þrjá hluta. Í þeim fyrsta er fjallað um sjálfbæra þróun og hugtakið skilgreint frá ýmsum sjónarhornum. Sérstaklega er rætt hvort hagvöxtur samrýmist sjálfbærri þróun, hvernig megi samræma hin mörgu markmið sem felast í sjálfbærri þróun, umhverfisvísar og framkvæmd markmiða sjálfbærrar þróunnar. Í öðrum hluta verður fjallað um aðferðir sem notaðar eru við ákvarðanatöku í umhverfis og auðlindastjórnun svo sem ákvarðanagreiningu, og kostnaðar-og ábatagreiningu sem og mat á virði nátturuauðs. Í síðasta hluta námskeiðsins verða ýmis stjórntæki sem notuð eru til umhverfis- og auðlindastjórnunar kynnt og krufin til mergjar í alþjóðlegu samhengi, bæði hvað varðar hugmyndafræðilegan grunn þeirra og þær aðferðir sem þau byggja á. Þau dæmi sem tekin eru breytast ár frá ári og byggja á áhuga þeirra nemenda sem taka námskeiðið hvert ár, svo sem kvótakerfi, skilagjöld, mengunarskattar og fjölmarkmiða stjórnun.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Sjálfbær landbúnaður og byggðaþróun (UAU028F)

Öflugur sjálfbær landbúnaður, það er landbúnaður í sátt við umhverfi og samfélag er ein af grunnstoðum þróunar samfélaga um allan heim, ekki síst með tilliti til fæðuöryggis og byggðaþróunar.  

Námskeiðið veitir innsýn í fjölmörg þemu sjálfbærs landbúnaðar og byggðaþróunar og er skipt í 5 samtengda hluta: i) saga landbúnaðar og grundvallaratriði, þ.m.t. áhrif á samfélög og menningu, mismunandi tegundir landbúnaðar og framleiðsluhátta, erfðaauðlindir og dýravelferð;  ii) byggð og samfélag þ.m.t. byggðaþróunar og byggðamynsturs, skipulags og landnotkunar; iii) Umhverfi og náttúra þ.m.t. áhrif landbúnaðar á líffræðileg fjölbreytni, tengsl við loftslagsmál, hringrásarhagkerfi, vistkerfisþjónustu og auðlindanotkun;  iv) stefnur og stjórnkerfi þ.m.t. alþjóðasamningar, stefna ESB, stjórnsýsla og stofnanir og stefnumótun og, v) nýsköpun, framleiðsla og markaðsmál þ.m.t. fjármögnun og umgjörð nýsköpunar í landbúnaði, markaðsetning og styrkir, hvatar og fjármögnunarleiðir.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Inngangsnámskeið fyrir UAU-nema (UAU115F)

Námskeiðið er inngangur að rannsóknum og vísindasamfélaginu. Farið verður yfir hagnýtar upplýsingar fyrir meistaranema í umhverfis- og auðlindafræði, svo sem hverju eiga nemendur von á, hver eru réttindi og skyldur nemenda, fræðileg vinnubrögð, möguleikar á starfsframa, samstarf og hlutverk leiðbeinenda og nemenda. Einnig verður farið yfir hvernig standa skal að heimildaleit, þróun rannsóknaverkefna og skrifum rannsóknaáætlana.

Nemandi skráir sig í Inngangsnámskeið fyrir UAU-nema (UAU115F eða UAU246F ) annað hvort að vori eða hausti, ekki er hægt að taka bæði námskeiðin. UAU115F er kennt í upphafi haustmisseris, UAU246F er kennt í upphafi vormisseris.

Námskeiðið verður kennt 15 og 16 ágúst 2024.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Siðfræði náttúrunnar (HSP722M)

Námskeiðið fjallar um samband manns og náttúru frá heimspekilegu sjónarhorni. Fjallað er um helstu frumkvöðla náttúrusiðfræðinnar og áhrifamestu kenningar sem settar hafa verið fram. Gerð grein fyrir ólíkri náttúrusýn manna og mismunandi grunnafstöðum til náttúrunnar - þ.e. mannhverfri, visthverfri og lífhverfri afstöðu. Einnig fjallað um tengsl umhverfis- og þróunarmála og tengsl umhverfishyggju og lýðræðisþróunar. Rætt um álitaefni eins og: Getur siðfræðin nýst við lausn umhverfisvandamála?, Hvers konar verur hafa siðferðisstöðu?, Geta náttúrleg fyrirbæri búið yfir eigingildi?, Hafa dýr einhver réttindi?, Er einhver grundvallarmunur á (af)stöðu karla og kvenna gagnvart náttúrunni?, og Hvert er siðferðilegt inntak sjálfbærrar þróunar?

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Siðfræði náttúrunnar (HSP722M)

Námskeiðið fjallar um samband manns og náttúru frá heimspekilegu sjónarhorni. Fjallað er um helstu frumkvöðla náttúrusiðfræðinnar og áhrifamestu kenningar sem settar hafa verið fram. Gerð grein fyrir ólíkri náttúrusýn manna og mismunandi grunnafstöðum til náttúrunnar - þ.e. mannhverfri, visthverfri og lífhverfri afstöðu. Einnig fjallað um tengsl umhverfis- og þróunarmála og tengsl umhverfishyggju og lýðræðisþróunar. Rætt um álitaefni eins og: Getur siðfræðin nýst við lausn umhverfisvandamála?, Hvers konar verur hafa siðferðisstöðu?, Geta náttúrleg fyrirbæri búið yfir eigingildi?, Hafa dýr einhver réttindi?, Er einhver grundvallarmunur á (af)stöðu karla og kvenna gagnvart náttúrunni?, og Hvert er siðferðilegt inntak sjálfbærrar þróunar?

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Siðfræði náttúrunnar (HSP722M)

Námskeiðið fjallar um samband manns og náttúru frá heimspekilegu sjónarhorni. Fjallað er um helstu frumkvöðla náttúrusiðfræðinnar og áhrifamestu kenningar sem settar hafa verið fram. Gerð grein fyrir ólíkri náttúrusýn manna og mismunandi grunnafstöðum til náttúrunnar - þ.e. mannhverfri, visthverfri og lífhverfri afstöðu. Einnig fjallað um tengsl umhverfis- og þróunarmála og tengsl umhverfishyggju og lýðræðisþróunar. Rætt um álitaefni eins og: Getur siðfræðin nýst við lausn umhverfisvandamála?, Hvers konar verur hafa siðferðisstöðu?, Geta náttúrleg fyrirbæri búið yfir eigingildi?, Hafa dýr einhver réttindi?, Er einhver grundvallarmunur á (af)stöðu karla og kvenna gagnvart náttúrunni?, og Hvert er siðferðilegt inntak sjálfbærrar þróunar?

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Bjarnhéðinn Guðlaugsson
Laura Malinauskaite
Sigríður Rós Einarsdóttir
Jóhann Helgi Stefánsson
Bjarnhéðinn Guðlaugsson
MS í umhverfis- og auðlindafræði frá Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild 2018

Hvernig náum við sjálfbærni? Hvernig getum við aukið lífsgæði í heiminum? Hvers vegna tekur svona langan tíma að taka ákvarðanir í umhverfismálum? Ef þetta er spurning sem þú hefur í huga og vilt fá svör, þá myndi ég segja að umhverfis og auðlindafræði sé rétta námið. Ég valdi þetta nám því ég brennandi áhuga þremur sviðum i) umhverfismálum, ii) þróun í orkumálum og iii) tengslum á milli samfélagsins, umhverfisins og hagkerfisins.  
Námið er bæði fjölbreytt, alþjóðlegt og skemmtilegt. Ásamt því gefur námið nemendum möguleika á að velja saman áfanga sem hentar áhugasviði hvers og eins nemanda. Þar með setur það námið í hendunar á nemandanum og leyfir nemandanum setja saman námskrá sem fylgir hans/hennar áhugasviði. 
Reynsla mín af þessu námi er mjög skemmtileg og áhugaverð. Ég hef náð að auka þekkingu mína innan míns áhugasvið ásamt því að kynnast nýjum áhugaverðum sviðum og aðferðum. Ásamt því hef ég kynnst mikið af frábæru fólki frá öllum heimshornum og hefur það líka aukið minn skilninga á mismunandi kúltur og menningu.

Hafðu samband

Verkefnisstjóri námsins: 
Ragnheiður Ásta Sigurðardóttir
Sími: 525 4706
Netfang: umhverfi@hi.is

Fylgstu með okkur
 Facebook

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.