Skip to main content

Laus störf

Doktorsnemi í landfræði

Laust er til umsóknar starf doktorsnema við Líf- og umhverfisvísindadeild Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands. Rannsóknin sem doktorsneminn innir af hendi verður sérstakur verkþáttur innan þverfaglegs rannsóknarverkefnis sem ber heitið Birkiskógar Íslands í fortíð og framtíð og er fjármagnað af Rannsóknasjóði Rannís til þriggja ára. 

Lektor í vistfræði sjávar eða ferskvatns

Laust er til umsóknar fullt starf lektors á sviði vistfræði sjávar eða ferskvatns við Líf- og umhverfisvísindadeild Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands. Leitað er að einstaklingi með bakgrunn í rannsóknum á sviði vistfræði sjávar eða ferskvatns og áhuga á háskólakennslu.

Lektor í kynjafræði, Stjórnmálafræðideild, Félagsvísindasvið Háskóli Íslands

Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands auglýsir laust til umsóknar fullt starf lektors í kynjafræði.

Lektor í þýsku

Laust er til umsóknar fullt starf lektors í þýsku við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands. Þýska er kennd til BA- og MA-prófs og sem eins árs diplómanám. Innan greinarinnar eru kennd námskeið í m.a. ritun, talþjálfun, málfræði, málvísindum, bókmenntum, menningu/ Landeskunde og kennslu þýsku sem erlends tungumáls. Þýska er kennd í senn í stað- og fjarnámi. 

Verkefnisstjóri í nemendaskrá

Laust er til umsóknar fullt starf verkefnisstjóra í nemendaskrá á kennslusviði Háskóla Íslands. Kennslusvið Háskóla Íslands fer með sameiginleg málefni sem varða kennslu og nám, svo sem inntöku og skráningu stúdenta, mat á námi, nemendaráðgjöf, kennslumál og próf.Nemendaskrá Háskóla Íslands heldur skrá yfir umsækjendur og nemendur skólans og annast skrásetningu allra nemenda Háskólans og varðveitir gögn um náms­framvindu þeirra, skráningu í námskeið, próf og einkunnir. Skráin er sá grunnur sem allt skipulag háskólanámsins byggist á, svo sem stundaskrár, skipulag prófa og nemendatölfræði. Nemendaskrá er á 3. hæð Háskólatorgs og mun verkefnisstjórinn hafa aðsetur þar. 

Lektor við Námsbraut í sjúkraþjálfun - Heilbrigðisvísindasvið - Háskóli Íslands

Laust er til umsóknar fullt starf lektors við Námsbraut í sjúkraþjálfun innan Læknadeildar á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands.Starfið felur fyrst og fremst í sér kennslu og rannsóknir á sviði sjúkraþjálfunar, auk stjórnunarskyldu. 

Verkefnisstjóri í tölfræðiúrvinnslu í nemendaskrá

Laust er til umsóknar fullt starf verkefnisstjóra í tölfræðivinnslu í nemendaskrá á kennslusviði Háskóla Íslands. Kennslusvið Háskóla Íslands fer með sameiginleg málefni sem varða kennslu og nám, svo sem inntöku og skráningu stúdenta, mat á námi, nemendaráðgjöf, kennslumál og próf.Nemendaskrá Háskóla Íslands heldur skrá yfir umsækjendur og nemendur skólans og annast skrásetningu allra nemenda Háskólans og varðveitir gögn um náms­framvindu þeirra, skráningu í námskeið, próf og einkunnir. Skráin er sá grunnur sem allt skipulag háskólanámsins byggist á, svo sem stundaskrár, skipulag prófa og nemendatölfræði. Nemendaskrá er á 3. hæð Háskólatorgs og mun verkefnisstjórinn hafa aðsetur þar. 

Doktorsnemi á sviði tölfræðilegrar og tæknilegrar jarðskjálftafræði

Auglýst er laust til umsóknar starf doktorsnema á sviði tölfræðilegrar (statistical seismology) og tæknilegrar (engineering seismology) jarðskjálftafræði  við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands. Doktorsneminn mun vinna við rannsóknarverkefnið Forspárkerfi fyrir jarðskjálftavirkni á brotabelti Suðurlands og Reykjaness sem hlotið hefur styrk frá Rannsóknasjóði Rannsóknarmiðstöðvar Íslands til þriggja ára. 

Verkefnisstjóri á skjalasafni HÍ

Laust er til umsóknar fullt starf verkefnisstjóra í teymi skjalasafns Háskóla Íslands. Hlutverk safnsins er stjórnun, söfnun og varðveisla skjala skólans auk annarra upplýsinga til notkunar fyrir Háskólann, stjórnvöld, stofnanir og einstaklinga.

Doktorsnám í jarðhita með áherslu á þátt jarðhitavökva í kælingu kvikuinnskota

Auglýst er laust til umsóknar starf doktorsnema á sviði jarðhita, eldfjallafræði og tölulegra líkanreikninga við Jarðvísindastofnun Verkfræði- og nátturuvísindasviðs Háskóla Íslands. Doktorsneminn mun vinna við doktorsverkefni sem er hluti af HYCOMA-rannsóknarverkefninu: Þáttur jarðhitavökva í kælingu innskota, sem er styrkt af Rannsóknasjóði Íslands til þriggja ára. 

Verkefnisstjóri í teymi rannsóknarinnviða á Vísinda- og nýsköpunarsviði

Laust er til umsóknar fullt starf verkefnisstjóra í teymi rannsóknarinnviða á Vísinda- og nýsköpunarsviði Háskóla Íslands, tímabundið til tveggja ára. Teymið styður við markvissa uppbyggingu rannsóknarinnviða innan Háskóla Íslands í samræmi við Rannsóknarinnviðaáætlun skólans. Markmið starfsins er að straumlínulaga ferli styrkumsókna, innkaupa og eignaskráningar í þeim tilgangi að öðlast betri yfirsýn yfir rannsóknarinnviðaeign og þarfir rannsakenda. Starfið felur jafnframt í sér samstarf við rannsakendur við Háskóla Íslands og aðila innan stjórnsýslu skólans, auk aðkomu að umsýslu Tækjakaupasjóðs og Mótframlagasjóðs Háskóla Íslands.

Doktorsnemi í tölfræði

Starf doktorsnema í tölfræði er laust til umsóknar við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Doktorsneminn mun vinna að þróun tölfræðilíkana fyrir hámarksúrkomu. Starfið er styrkt til þriggja ára af Rannsóknamiðstöð Íslands með verkefnisstyrk úr Rannsóknasjóði.