Línuleg leit
Útlit
Línuleg leit eða runuleit er hugtak í tölvunarfræði yfir leitunaralgrím þar sem leitað er að staki í lista með því að bera hvert stak í listanum við stakið sem leitað er að þar til stakið er fundið. Það er einfaldast allra leitaralgríma og sértilfelli af jarðýtuleitaralgríminu. Tímaflækja reikniritsins er í versta falli í réttu hlutfalli við fjölda staka (N) í listanum og því að stærðargráðunni O(N) en í besta falli, þegar stakið sem leitað er að er fremst í listanum, er flækjustigið O(1).
Dæmi á blendingsmáli
[breyta | breyta frumkóða]Eftirfarandi kóði á blendingsmáli lýsir í meginatriðinum hvernig línuleg leit gæti verið útfærð. Við látum k vera númer staks á lista:
fyrir hvert stak á listanum: ef það stak jafngildir stakinu sem leitað er að, þá hættum við leit og skilum sætanúmeri staksins á listanum skilum k
Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]- Helmingunarleit (e. binary search)
- Snarröðun (e. quicksort)