Fara í innihald

Ódysseifur (skáldsaga)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ódysseifur
Ensk bókarkápa Ódysseifs
HöfundurJames Joyce
Upprunalegur titillUlysses
ÞýðandiSigurður A. Magnússon
LandFáni Írlands Írland
TungumálEnska
ÚtgefandiShakespeare and Company
Útgáfudagur
2. febrúar 1922
ISBNISBN 9979304375

Ódysseifur (enska: Ulysses) er skáldsaga eftir James Joyce sem kom út að hluta í hinu ameríska tímariti The Little Review frá mars 1918 til desember 1920, en í heild sinni og sem bók 1922, í París. Ódysseifur er talinn vera ein helsta skáldsaga 20. aldarinar. Halldór Laxness sagði t.d. að hún „verkar á nútímamenn einsog Fjallið eina“. Ódysseifur 1–2 kom út á íslensku 1992–1993 í þýðingu Sigurðar A. Magnússonar, með formála og skýringum.

Staðfræði og helstu persónur

[breyta | breyta frumkóða]

Skáldsagan gerist öll á einum fimmtudegi í Dyflinni, þann 16. júní árið 1904. Hún hefst klukkan átta um morguninn þegar Stephen Dedalus, 22 ára, hallar sig út yfir brjóstriðið á Martello-turni, þar sem hann býr, og horfir út á hið „horgræna og punghemjandi haf“. Á sama tíma, eins og kemur fram í fjórða kafla bókarinnar, er auglýsingasmalinn Leopold Bloom, 38 ára, að útbúa sér morgunverð, steikt nýru, að Eccles Street 7. Á hæðinni fyrir ofan hann sefur eiginkona hans, Molly, 34 ára, í rekkju sinni, þar sem hún á seinnipart dags eftir að njóta ásta með elskhuga sínum. Þessar þrjár persónur, sem eru aðalpersónur skáldsögunnar, samsvara Telemakkosi, Ódysseifi og Penelópu í Ódysseifskviðu og eru þær sem skáldsagan vefur saman við óteljandi smáatburði eins dags en bókin endar heima hjá Leopold Bloom, milli tvö og þrjú á föstudagsmorgni. Engin þessara persóna birtist þó í öllum köflum skáldsögunnar. Stephen Dedalus er í aðalhlutverki fyrstu þrjá kaflana, og í þeim fimmtán köflum þar sem Leopold Bloom er í aðalhlutverki er Stephen aðeins í aukahlutverki í fjórum þeirra. Molly kemur aðeins fyrir sem brotabrot og hugsanir í fyrstu 17 köflunum en er ein og í aðalhlutverki í 18 kafla, þeim síðasta í bókinni. Sá kafli hneykslaði mjög marga og varð til þess að höfundurinn var ákærður á sínum tíma.

Skipting Ódysseifs eftir atburðum í Ódysseifskviðu

[breyta | breyta frumkóða]
I: 1. Telemakkos. 2. Nestor. 3. Próteifur.
II: 4. Kalýpsó. 5. Lótófagar. 6. Hades. 7. Eólos. 8. Lestrýgónar. 9. Skylla og Karybdís. 10. Skellibjörg (eða Villihamrar). 11. Sírenurnar. 12. Kýklópurinn. 13. Násíka. 14. Uxar Sólarguðsins. 15. Kirka.
III: 16. Evmeos. 17. Íþaka. 18. Penelópa.
  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.