Úrúgvæska karlalandsliðið í knattspyrnu
Gælunafn | La Celeste (Það himinbláa); Charrúarnir | ||
---|---|---|---|
Íþróttasamband | AUF | ||
Álfusamband | CONMEBOL | ||
Þjálfari | Marcelo Bielsa | ||
Fyrirliði | Diego Godin | ||
Leikvangur | Estadio Centenario | ||
FIFA sæti Hæst Lægst | 15 (26. okt. 2023) 2 (júní 2012) 76 (desember 1998) | ||
| |||
Fyrsti landsleikur | |||
2-3 gegn Argentínu 16. maí 1901 | |||
Stærsti sigur | |||
9–0 gegn Bólivíu 9. nóvember 1927 | |||
Mesta tap | |||
0-6 gegn Argentínu 20. júlí 1902 | |||
Heimsmeistaramót | |||
Keppnir | 21 (fyrst árið 1930) | ||
Copa América | |||
Keppnir | 44 (fyrst árið 1916) | ||
Besti árangur | Meistarar (1916, 1917, 1920, 1923, 1924, 1926, 1935, 1942, 1956, 1959, 1967, 1983, 1987, 1995, 2011) |
Úrúgvæska karlalandsliðið í knattspyrnu (spænska: Selección de fútbol de Uruguay) er landslið Úrúgvæ í knattspyrnu. Því er stjórnað af úrúgvæska knattspyrnusambandinu. Þeir eru gjarnan kallaðir la Celeste (Það himinbláa). Liðið hefur unnið Suður-Ameríkubikarinn Copa América alls 15 sinnum, meira en nokkurt annað lið, síðast árið 2011. Það hefur tvisvar sinnum orðið heimsmeistari, meðal annars á fyrsta Heimsmeistaramótinu sem haldið var HM 1930 þar sem það var gestgjafi. Úrúgvæ tókst að sigra nágranna sína í Argentínu 4–2 í úrslitaleiknum. Það vann seinni titilinn árið 1950 með því að sigra Brasilíu í úrslitaleiknum 2–1. Úrúgvæ hefur einnig unnið tvö ólympíugull þ.e árið 1924 og 1928.
Árangur þeirra þykir merkilegur í ljósi smæðar landsins en íbúar Úrúgvæ eru einungis 3,4 milljónir. Þekktir knattspyrnukappar koma frá Úrúgvæ, nægir þar að nefna Diego Forlán, Diego Godin, Luis Suárez og Edinson Cavani.
Leikmenn
[breyta | breyta frumkóða]Leikjahæstu leikmenn
[breyta | breyta frumkóða]# | Leikmaður | Ferill | Leikir |
---|---|---|---|
1 | Diego Godín | 2005–2022 | 159 |
2 | Luis Suárez | 2007– | 142 |
3 | Edinson Cavani | 2008–2024 | 136 |
4 | Fernando Muslera | 2009–2022 | 133 |
5 | Maxi Pereira | 2005–2018 | 125 |
6 | Martín Cáceres | 2007–2022 | 116 |
7 | Diego Forlán | 2002–2014 | 112 |
8 | Cristian Rodríguez | 2003–2018 | 110 |
9 | Diego Lugano | 2003–2014 | 95 |
10 | Egidio Arévalo Ríos | 2006–2017 | 90 |
Markahæstu leikmenn
[breyta | breyta frumkóða]# | Leikmaður | Ferill | Mörk | Leikir | Markahlutfall |
---|---|---|---|---|---|
1 | Luis Suárez | 2007– | 69 | 142 | 0.52 |
2 | Edinson Cavani | 2008–2024 | 58 | 136 | 0.43 |
3 | Diego Forlán | 2002–2014 | 36 | 112 | 0.32 |
4 | Héctor Scarone | 1917–1930 | 31 | 51 | 0.61 |
5 | Ángel Romano | 1913–1927 | 28 | 69 | 0.41 |
6 | Óscar Míguez | 1950–1958 | 27 | 39 | 0.69 |
7 | Sebastián Abreu | 1996–2012 | 26 | 70 | 0.37 |
8 | Pedro Petrone | 1923–1930 | 24 | 28 | 0.86 |
9 | Fernando Morena | 1971–1983 | 22 | 53 | 0.42 |
Carlos Aguilera | 1982–1997 | 22 | 64 | 0.34 |
Titlar og verðlaun
[breyta | breyta frumkóða]Silfur: 1919, 1927, 1939, 1941, 1989, 1999
Brons: 1921, 1922, 1929, 1937, 1947, 1953, 1957, 2004, 2024
- Ólympíuleikarnir:
- 1980 Mundialito:
- Meistarar (1): 1980