Fara í innihald

Kapphlaupið um Afríku

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
The Rhodes Colossus, a skopmynd af Cecil Rhodes eftir að hann hafði lýst yfir áætlunum um að leggja ritsínalínu frá Cape Town til Kaíró, teiknuð af Edward Linley Sambourne fyrir tímaritið Punch
Franskt kort af Afríku frá því um 1898 sýnir tilkall Evrópuþjóða til landsvæðis í Afríku. Landsvæði undir breskum yfirráðum er gult, undir frönskum yfirráðum er bleikt, undir belgískum yfirráðum er appelsínugult, undir þýskum yfirráðum er grænt, undir portúgölskum yfirráðum er fjólublátt. Eþíópía (sjálfstæð) er brún.

Kapphlaupið um Afríku var fólgið í síauknu tilkalli Evrópuþjóða til landsvæða í Afríku á síðari hluta nýlendutímans eða á tímabilinu frá 1880 til upphafs fyrri heimsstyrjaldarinnar árið 1914.

Mikil spenna var búin að myndast á milli stórveldanna í Evrópu og var því haldin ráðstefna í Berlín sem hefur fengið heitið Berlínarfundurinn. Ráðstefnan var haldin 1884-1885 og mættu fulltrúar stórveldanna, en enginn fulltrúi frá Afríku var boðaður. Á ráðstefnunni var Afríku síðan skipt upp á milli þessara stórvelda.

Fyrir sjálft kapphlaupið var aðeins tíundi hluti Afríku undir stjórn Evrópubúa, í lok kapphlaupsins stóðu aðeins tvö ríki eftir sjálfstæð, Eþíópía og Líbería.

  • „Hvað er nýlendustefna? Hver voru helstu nýlenduveldin og af hverju sölsuðu þau undir sig önnur lönd?“. Vísindavefurinn.
  Þessi Afríkugrein sem tengist sagnfræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.